Lýsing

Norröna trollveggen Thermal Pro Jacket M’s Trooper

Þessi notadrjúgi flísjakki er hannaður fyrir fjallamennsku og er frábær kostur í alla almenna útivist, sérstaklega þegar hitastigið lækkar. Jakkinn er framleiddur úr Polartec® Thermal Pro® efninu sem hefur einstaklega góða einangrun miðað við þyngd efnisis. Polartec® Thermal Pro® er framleitt úr endurunnu polyester sem vigtar 295 g/m2. Þetta efni er unnið með þeim hætti að það skapar loftrými sem viðheldur góðri hitaeinangrun. Vinsæl flík sem andar vel, þornar hratt er endingargóð og þægileg.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.