Lýsing
Norröna trollveggen Gore-Tex Pro rescue Jacket M’s Mykonos Blue
Þessi jakki (788 gr M/L) er þróaður í samvinnu við NARG (The Norwegian Alpine Rescue Group) en ending og eiginleikar eru hannaðir til að nýtast björgunarsveitum og þeim aðilum sem vinna á fjöllum. Það er hægt að óska eftir því að fá þessa flík í litum björgunarsveita af pantað er í nægjanlegu magni. Þessi flík er gerð úr GORE-TEX® efni, en Gore-Tex efnið er einstaklega endingargott og vatnshelt (28.000 mm), það hefur hámarks öndun (RET Minna en 9) og er alveg vindhelt. Aðalefnið er 3ja laga GORE-TEX® PRO 2.0 eitt það harðgerðasta sem til er (RET 9) 80D úr endurunnu næloni. Ermarnar hafa verið styrktar með 3ja laga GORE-TEX® PRO efni með 200D næloni. Helstu eiginleikar: Hetta með mörgum stillingum þar sem gert er ráð fyrir notkun hjálms og heyrnatóls, tveir stórir brjóstvasar þar sem gert er ráð fyrir talstöð í vinstri vasanum. Tveir vasar fyrir ofan mitti, tveir litlir vasar á sitthvorri ermi, tveir netvasar ásamt símavasa að innanverðu, loftop undir ermum, gert er ráð fyrir nafanamerkingu og merki björgunarsveitar að framanverður og á ermum . Norröna hefur unnið í samstarfi við NARG síðan þeir hófu að prófa og nota Trollveggen Gore-Tex PRO jakkann og buxur árið 2010.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.