Lýsing
Norröna lyngen Gore-Tex Jacket W’s Autumn Glory
Útivistarjakki (skel) er hannaður fyrir skíðaferðir en er einnig frábær í fjallabrölt allt frá gönguferðum til léttar fjallamennsku. Jakkinn er gerður úr GORE-TEX® efni sem er endingargott og hefur mjög góða vatnsheldni (28.000 mm), hámarks öndun (RET minna en 13) og er vindhelt. Aðalefnið er 3ja laga 30D ofið ePE GORE-TEX® efni framleitt úr endurunnu næloni sem vegur 85gm2. Á slitflötum er notað 3ja laga 30D rip-stop ePE GORE-TEX® framleitt úr endurunnu næloni sem vegur 101gm2. Helstu eiginleikar eru: Hetta sem passar yfir hjálm, vatnsheldur rennilás að framanverðu til að auka loftun, brjóstvasi með vatnsheldum rennilás, vasi að innanverðu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.