Lýsing
Norröna falketind warm2 Octa Hood W’s Caviar
Flísjakki hannaður fyrir fjallgöngur vor, sumar og haust, en virkar mjög vel fyrir almenna útivist, allt frá gönguferðum til skíðaferða. Í framleiðslu á þessum jakka eru notuð tvö mismunandi efni, jakkinn er því vindheldur og vatnsfráhrindandi að framan og á ermum, en í baki er notað léttara efni sem tryggir mjög góðan rakaflutning frá líkamanum. Aðalefnið er warm2 Octa efnið en í bakið og undir ermum er notað warm1 efnið. warm2 Octa efnið er fóðrað og veitir létta einangrun ásamt þvi að flytja raka frá líkamanum. Ysta lagið er endingagott og vindþolið ásamt því að þola létta úrkomu. Ysta lagið er úr fínprjónuðu endurunnu pólýester sem er vindþolið og með DWR (án PFC) vatnsfráhrindandi filmu. Til að hámarka loftflæðið er efnið á bakinu og undir ermum teygjanlegt warm1 170 gr/m2 sem er 70% endurunnið pólýesterefni sem veitir framúrskarandi rakaflutning frá líkanaum og öndun. Engir saumar eru á öxlum til að koma í veg fyrir núning þegar þú ert með bakpoka.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.