Lýsing
Norröna tamok wool Shirt M’s After Dark
Þessi endingargóða ullarskyrta hefur verið ein vinælasta flíkin frá Norröna hér á landi og þótt hún sé hönnuð fyrir skíðamennsku þá er hún frábær í alla útiveru, hvort sem það eru gönguferðir, veiðiferðir, hestaferðir eða hvaða önnur útivist sem er. Skyrtan er gerð úr endurunni ullarblöndu sem veitir einstaka einangrun og stíl. Efnið er ótrúlega endingargott 230 g7m2 og inniheldur 70% endurunna ull og 30% endurunna nælon blöndu. Ullin tryggir frábæra einangrun og er náttúrulega lyktþolin á meðan endurunna polýesterið gerir efnið létt, endingarbetra og fljótþornandi. Þar að auki eru á olnbogun, innan á kraga og innan í ermum endingargott slitsterkt corduroy efni (225 g/m2) sem gerir flíkina slitsterkari. Þessi flík er í notkun hjá okkur allt árið sumar, vetur, vor og haust. Frábær flík.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.