Lýsing
Norröna svalbard flannel Shirt W’s Orange Alert/Rooibos Tea
Þessi klassíska flannelskyrta er gerð fyrir alla almenna útivist og gönguferðir og hentar vel fyrir ýmsa aðra afþreyingu eins og skíði í þurru veðri, veiðiferðina eða sumarbústaðaferðina. Skyrtan er gerð úr úrvals blöndu af lífrænni bómull og ull sem veitir góða endingu, frábær þægindi og einangrun. Ullin er náttúrulega lyktþolin en efnið er mög mjúkt viðkomu. Efnið er létt unnið úr 69% lífræn bómull, 31% ull blanda og vegur 155g/m2. Að auki eru axlir og olnbogar styrktir með vindþolinni 152g/m2 blöndu af lífrænni bómull, endurunnu pólýester og elastan. Helstu eiginleikar eru: Þrír brjóstvasar, einn með rennilás. Þessi hefur verið ein allra vinsælasta varan frá Norröna hjá okkur.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.