Lýsing
Norröna senja equaliser stretch Tights W’s Caviar
Aðsniðnar hlaupabuxur hannaðar fyrir utanvegahlaup en einnig frábærar í alla útivist þar sem þægilegt er að nota aðsniðnar buxur. Í þessum buxum er notast við equaliser teygjanleg nælon því það er mjög endingagott og teygjanlegt ásamt því að þorna mjög hratt. Einnig er elastan notað í buxurnar til að fá aukinn teygjaleika í efnið, betra snið og góðan stuðning. Neðst á fótleggjum eru buxurnar sérstaklega styrktar með léttu flex 1 softshell efni sem eykur endingu, andar vel og flytur raka vel frá líkamanum. Aftan í hnésbót er notað léttar efni sem hefur mjög góða endingu og það eykur líka loftun. Aðalefnið í buxunum er teygjanlega equaliser efnið en innihald þess er 65% endurunnið nælon og 35% elastan sem vegur 190 gr/m2. Þetta efni er endingagott, teygist vel, er þægilegt og flytur raka vel frá líkamanum. Aftan á skálmunum er léttara efni til að auka loftun en það er framleitt úr 82% endurunnu næloni og 18% elastani og vegur 170 g/m2. Efnið sem notað er til styrkingar neðst á skálmunum vegur 200g/m2 og er framleitt úr 90D 64% endurunnu pólýamíð, 20% endurunnu pólýester og 16% elastan. Það er meðhöndlað með DWR (án PFC) til að veita aukna vatnsfráhrindingu. Helstu eiginleikar eru: endurskinsmerki, tveir teygjanlegir opnir vasar fyrir orkugel og stangir, renndur vasi að aftan fyrir lykla og verðmæti, þægileg teygja í mittið, rennilás við ökklatil að auðveldara sé að fara í og úr.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.