Lýsing
POC Obex MIPS Hydrogen White
Obex Mips hjálmurinn er léttur með góða loftun sem hentar vel í skíðun hvar sem er í fjallinu, hvort sem skíðað er á skíðum eða snjóbretti. Hjálurinn er með EPS liner að innan, Polycarbonate skel og ABS skel í efsta hluta hjálmsins sem veitir gott jafnvægi milli öryggis, endingar, þæginda og varnar. Stærð hjálmsins er stillt með kerfi sem nær í kringum allt höfuðið sem gerir það auðveldara að stilla hjálminn ásamt því sem þægindin verða meiri. Hægt er að stilla loftun þannig að hjálmurinn er þægilegur við breytilegt hitastig. Hjálmurinn loftar beint inn í gleraugun sem dregur verulega úr móðumyndun í gleraugum.
Stærð/gerð: XS-S/51-54,M-L/55-58,XL-XXL/59-62
Nánari upplýsingar á heimasíðu POC.