Lýsing

POC Fornix MIPS POW JJ Mineral Grey Matt

 

Hinn vinsæli Fornix MIPS hjálmur í sérstakri útgáfu sem hönnuð er í samvinnu við hinn kunna snjóbrettakappa Jeremy Jones. Innra lag hjálmsins hefur verið endurhannað sem veitir aukin þægindi. Kerfið sem stillir stærð hjálmsins hefur einnig verið uppfært sem auðveldar fólki að finna rétta og þægilega stærð fyrir notkun allan daginn. Stillanleg loftun eykur þægindi þegar veðurfar er breytilegt. Brýr úr Aramid efni eru byggðar inn í hjálminn sem eykur styrk hans og dreifir höggum yfir stærra svæði. Sérstök loftun er fyrir gleraugu í gegnum hjálminn sem dregur verulega úr móðumyndun í gleraugum. Festing fyrir gleraugu eru aftan á hjálmi.

Stærð/gerð: XS-S/51-54,M-L/55-58,XL-XXL/59-62

Nánari upplýsingar á heimasíðu POC.