Lýsing
POC Calyx Uranium Black Matt
Það er hægt að gera allt með þessum hjálmi, fara á skíði, út að hjóla eða í fjallamennsku. Hvað sem verður fyrir valinu þá veitir nýji Calyx hjálmurinn þér vörn. Þessi hjálmur uppfyllir strangar öryggiskröfur sem gerðar eru til mismunandi notkunar við hjólreiðar, fjallaklifur og skíðamennsku. Hjálmurinn er með loftun og er bæði léttur og endingagóður í hvaða íþrótt sem þú vilt nota hann. Hjálmurinn er með djúpar loftrásir sem eykur loftun og stillanlega loftop. Það er auðvelt að stjórna loftun til að gera notkunina sem þægilegasta við breytilegt veðurfar. Efni yfir loftopum að framan og aftan gæta þess að loft flæði um hjálminn án þess að ískalt loft streymi beint inn. Fyrirferðalítið útlit hjálmsins er innblásið af hönnun skíða- og hjólahjálma POC sem gerir þennan hjálm frábæran til notkunar í fleiri en einu sporti. Hjálmurinn pakkast auðveldlega og hefur mjúkar hlífar yfir eyrun sem hægt er að fella inn í hjálminn eða fjarlægja alveg, sem getur oft verið þægilegra á heitari dögum eða þegar verið er að hjóla eða í fjallamennsku. Hjálmurinn er með tvöföldum EPS liner sem veitir auka vörn á svæðum þar sem þess þarf en ytra byrði hjálmsins er úr ABS skel sem eykur endingu. Kerfið sem stillir stærð hjálmsins nær hringinn í kringum höfuðið og hægt er að fella það að fullu inn í hjálminn þegar hann er ekki í notkun sem gerir það auðvelt að pakka honum. Eyrnahlífar sem hægt er að fjarlægja, festing fyrir gleraugu sem hægt er að fjarlægja ásamt buffi fylgir með sem þú getur notað þegar þér hentar og sem eykur notagildi hjálmsins.
Stærð/gerð: XS-S/51-54,M-L/55-58,XL-XXL/59-62
Nánari upplýsingar á heimasíðu POC.