Lýsing

POC Fovea Photochromic Uranium Black/Photochromic/Changeable Sky Blue

Með því að sameina vítt sjónsvið með Clarity linsutækni og torísku linsuformi, tryggir Fovea bestu sjónskilyrði við allar aðstæður. Sveigjanleg umgjörð og þrefaldur andlitssvampur passa vel á hvaða andlitsform sem er og veitir sveigjanleika og þægindi jafnvel við köldustu aðstæður.

Clarity Photochromic linsan gefur hámarksskerpu í fjölbreyttum birtuskilyrðum. Linsan er með ljósnæmri húð sem dökknar þegar hún verður fyrir sólarljósi sem tryggir að þú hafir bestu sjónina allan daginn, jafnvel þegar aðstæður breytast. Birtusvið Cat 1 (VLT 55%) til Cat. 3 (VLT 13%) fyrir björtustu aðstæður.

Stærð/gerð: One Size

Nánari upplýsingar á heimasíðu POC.