Lýsing
Norröna lofoten mid weight Merino Socks long Hawaiian surf/Indigo Night
Sokkar hannaðir fyrir skíði og snjóbretti og alla almenna skíðamennsku hvort sem er innan troðinna brauta eða utan sérstaklega á kaldari vetrardögum. Sokkarnir innihalda hágæða Merino ull/nylon blöndu sem er einstaklega þægileg, heldur hitanum mjög vel en flytur á sama tíma raka frá líkamanum. Innihaldið er 51% Merino ull, 32% nylon, 13% multifilament og 4% teygjanlegt efni. Merino ullin er náttúrulega lyktarþolin.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.