Lýsing
Norröna femund pureUll Long sleeve W’s Winter Twig
Ullarbolur sem hentar mjög vel í alla útivist allt árið um kring. Þessi ullarbolur er framleiddur úr pureUll ullinni, hágæða 100% merínóull sem heldur á þér hita á sama tíma og hún dregur raka frá líkamanum. Ullin heldur einangrun þrátt fyrir að hún sé rök og er náttúrulega lyktþolin. PureUll er algjörlega náttúrulegt efni framleitt úr 100% ofurfínu 18,5 míkron ull sem er einstaklega hlý og góð en á sama tíma mjúk og klæjar ekki. Þetta er ull í miðlungs þyngd (180gr/m2) sem er einstaklega slitsterk, hún er RWS vottuð og ullarbolurinn er saumaður og prjónaður í Evrópu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.