Lýsing
Norröna senja econyl70 7L Pack Olive Night
Bakpoki hannaður fyrir utanvegahlaup þar sem þörf er á að taka með sér aukafatnað, orku, búnað og nægjan vökva. Bakpokinn er líka frábær í hjólreiðar, léttar göngur eða á gönguskíði. Við hönnunina á þessum bakpoka var einkum horft til þess að hann andaði vel, væri stöðugur og þægilegur þar sem hægt væri að nálgast allar helstu nauðsynjar án þess að taka pokann af bakinu. Pokinn er framleiddur úr endingargóðu næloni frá ECONYL® sem býður upp á úrvalsgæði og er unnið úr endurnýttu næloni sem meðal annar er unnið úr förguðu neti. Í yrti vasa er notað teygjanlegt equaliser sem andar vel og Air mesh fyrir axlarólarnarnar en það er þægilegt og færir raka frá líkamanum. Aðalefnið er létt 70D ripstop ECONYL® (95 g/m2), með PU húðun sem er 2000 mm vatnshelt. Equaliser efnið er 175 g/m2 79% endurunnið nylon, 21% elastan efni. Axralólarnar eru búnar til úr 100% endurunnum pólýester netefni (215g/m2) til að koma í veg fyrir að raki safnist upp á svæðum sem snerta húðina. Helstu eiginleikarnir: tvær 500ml mjúkar norrøna brúsar fylgja með sem passa í vasa að framanverðu, vasi fyrir drykkjarkerfi inni í aðalhólfinu (blaðra seld sér), þrír brjóstvasar, opnir vasar á hliðum til að auðvelda aðgang að orkunasli, geymslusvæði bæði að framan og aftanverðu, öryggisflauta, innri vasar og lyklakrókur.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.