Lýsing

Apidura Expedition Compact Frame Pack (4.5L)

Expedition Frame Pack er hannaður til að geyma hluti innan stelllþríhyrningsins, skapa lægri þyngdarpunkt og gera hjólið viðráðanlegra þegar ferðast er miða mikinn farangur.

Rammapokinn festist tryggilega við þverslána með velcro ólum og er hugsaður til að geyma þyngri hluti í lengri eða skemmri ferðum. Pokinn fæst í mismunandi stærðum til að passa sem best á hjól í hverri stærð. Á heimasíðu Apidura má finna hvaða poki passar best á þitt hjól.

Pokinn er úr léttu efni, saumar eru soðnir og pokinn er sterkur og 100% vatns og veðurheldur. Rafhlöðuleiðsla / vökvaslöngutengi er hentugt til að hlaða tæki eða leiða slöngu frá vatnsblöðru.

Stærð/gerð: Expedition

Nánari upplýsingar á heimasíðu Apidura.