Lýsing

POC Cytal Uranium Black Matt

Hraði. Öryggi. Cytal er næsta kynslóð götuhjólahjálma fra POC. Fullkominn kostur fyrir keppni og æfingar þar sem þú vilt hámarka hraða, minnka loftmótstöðu en jafnframt tryggja góða loftun og umfam allt ekki fórna neinu í öryggi.

Innbyggð vænglaga brú í ytra byrði tryggir bæði góða loftun við allar aðstæður auk þess að veita loftaflfræðilega yfirburði í að minnka loftmótsöðu á miklum hraða.

Cytal er hannaður fyrir fullkomna vernd. Skelin er með þéttara efra byrði hluta og þykkari svæði yfir enni til að lágmarka aflögun við högg, og tryggir hámarksvernd með Mips Air Node snúningsvörninni. Minni þéttleiki er í neðri hluta hjálmsins og heldur þyngdinni lágri.

Mikilvægt fyrir öryggi er að hjálmurinn sitji þægilega og örugglega og því er hann með 360° stillingu á innra fóðri, auk stillanlegra óla undir eyrum.

Stærð/gerð: SML/MED/LRG

Nánari upplýsingar á heimasíðu POC.