OneUp Components er fyrirtæki sem sérhæfir sig í búnaði og aukahlutum fyrir fjallahjól.    Eins og allt sem við bjóðum hjá Peloton eru þetta vörur sem við höfum góða reynslu af.   Vörur OneUp Components eru hannaðar af fjallahjólurum sem hafa séð hvað virkar og hvað ekki.

Vörur þeirra hafa fengið frábæra dóma hjá aðilum eins og PinkBike og Mtbr.    Við bendum sérstaklega á vörur eins og EDC Toolkit sem inniheldur öll verkfæri sem þú þarft í fjallahjólaferðirnar og er hægt að geyma annað hvort inni í gaffalhálsinum á hjólinu eða stinga inn í pumpuna þeirra EDC Pump sem er ein sú besta sem við höfum prófað.

Ef þú átt fjallahjól, hvort sem það er fulldempað eða hardtail þá er lækkanleg sætispípa ein besta uppfærslan sem þú getur fjárfest í.    One Up dropperpost er nú fáanlegur fyrir flest fjallahjól.   Kannaðu málið.

www.oneupcomponents.com