Bioracer liðsbúningar
admJ8wW4o2022-05-05T14:06:45+00:00Peloton býður íþróttafélögum og öðrum hjólahópum sérhannaða liðsbúninga þar sem hægt er að velja mynstur, liti, snið og lógó. Hægt er að panta mismunandi flíkur fyrir hvern liðsmann.
Bioracer hefur útbúið liðsbúninga fyrir fjölda íslenskra liða og aðra hjólahópa undanfarin ár og auk þess eru mörg stærstu hjólafélög landsins að nota búninga frá þeim. Búningar frá þeim hafa því sannað sig við íslenskar aðstæður.
Úrvalið er mikið og hægt að velja bæði mismunandi snið og efni. Allar flíkur eru til bæði í karla og kvennasniðum og ekki þarf að panta ákveðinn lágmarksfjölda af flíkum. Við getum meira að segja merkt einstakar flíkur með nafni liðsmanns.
Við höfum sett saman nokkra pakka fyrir hjólalið byggt á okkar reynslu. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða.
Hafði endilega samband fyrir stærri pantanir t.d. fyrir íþróttafélög eða aðra klúbba og við gerum tilboð. Við aðstoðum ykkur svo við að hanna útlit og sérsníða pakkann að ykkar óskum. Vekjum athygli á að afgreiðslufrestur er alla jafna amk 8 vikur þannig að það er um að gera að panta tímanlega. Hafið samband á facebook eða peloton@peloton.is