About admJ8wW4o

This author has not yet filled in any details.
So far admJ8wW4o has created 15 blog entries.
23 10, 2023

Hestra – nú hjá Peloton

2023-10-23T13:33:58+00:00

Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að bjóða vörur frá sænska fyrirtækinu Hestra.

Árið 1936 var fyrirtækið Hestra stofnað í samnefndum bæ í sænsku Smálöndunum.   Frá upphafi hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á hönskum og vettlingum.  Fyrstu árin voru vörunar hugsaðar fyrir skógarhögg og erfiða útivinnu en fljótlega hófst framleiðsla á hönskum og -vettlingum fyrir skíðaiðkun og aðrar vetraríþróttir sem hefur verið sérstaða þeirra til dagsins í dag.

Í dag framleiðir Hestra yfir 2 milljónir af hönskum og vettlingum í yfir 400 mismunandi útgáfum á hverju ári.    Okkar markmið er að bjóða sem best úrval af vörum frá Hestra bæði fyrir  vetur og sumar.     Fyrsta sendingin er að lenda hjá okkur og má sjá úrvalið í vefversluninni okkar  https://www.peloton.is/brand/hestra .  Við erum að sjálfsögðu með allar vörurnar í versluninni Klettagörðum 23 þar sem þú getur komið og mátað.

Hlökkum til að sjá þig.

Hestra – nú hjá Peloton2023-10-23T13:33:58+00:00
10 04, 2023

Allt sem þú þarft að vita um rafhjól

2023-04-14T13:23:51+00:00

Peloton býður mikið úrval rafhjóla frá Bianchi og Yeti og Wilier.

Rafhjól eru frábær ferðamáti innanbæjar til að hjóla í og úr vinnu eða til að sinna hvers konar erindum. Þú þarft ekki að vera í sérstöku formi til að hjóla á rafhjóli þar sem hjólið léttir sjálfkrafa undir með þér þegar á þarf að halda t.d. upp brekkur eða í mótvindi. Þú getur þannig komist til vinnu án þess að svitna eða þurfa endilega að vera með föt til skiptanna.   Rafhjól eru líka frábær afþreyingarkostur í ferðalögum t.d. í útilegunni eða til að hafa í sumarbústaðnum.

Við bjóðum bæði rafdrifin götuhjól sem henta best til nota við samgöngur innanbæjar og fjallahjól sem gera þér kleift að yfirgefa malbikið og njóta útiveru á stígum og öðrum merktum hjólaleiðum.  Rafdrifin fjallahjól gera þér kleift að upplifa náttúru landsins okkar á nýjan hátt þar sem slóðar og stígar hvort sem er á fjöllum eða við bæjarmörkin verða leikvöllurinn.

Það eru nokkur atrið sem er gott að hafa í huga þegar velja á rafhjól.

Mótor – Eldri gerðir rafhjóla voru gjarnan með mótor staðsettan í fram eða afturgjörð hjólsins.  Þessi tegund mótora er nú yfirleitt á útleið og flest hjól í dag eru með mótorinn staðsettan í sveifarhúsi fyrir miðju hjólsins.    Mótor í sveifarhúsi er betur varinn t.d. fyrir óhreinindum og tryggir jafnara og stöðugra viðbragð þegar hjólað er.   Gjarðamótorar gera auk þess erfiðara um vik að sinna viðhaldi t.d. ef gera þarf við sprungið dekk.

Afl mótors, tog og hámarkshraði – Öll rafhjól sem ekki eru skráningarskyld hér á landi hafa hámarksafl mótors sem nemur 250W og mótorstuðningur hættir þegar 25 km/klst hraða er náð.  Hægt er að hjóla hraðar en það fyrir eigin afli meðan fætur duga.  Mótorar geta hins vegar verið með mismunandi tog (e. torque) sem er í raun sambærilegt við það hversu fast eða af hve miklum krafti við stígum á sveifar hjólsins.    Algengt tog í mótorum í dag er á bilinu 55Nm – 85Nm.  Hátt tog í mótor skiptir minna máli ef eingöngu á að nota hjólið innanbæjar eða á tiltölulega góðu vegyfirborði og yfirleitt á jöfnum hraða.   Hærra tog getur gagnast betur í fjallendi eða þegar hjóla þarf upp snarpar brattar brekkur.   Öll rafhjól eru með takka í stýri sem gera kleift að stilla hversu mikla hjálp mótorinn veitir.  Þetta er yfirleitt þannig að hámarksaflið er takmarkað eftir stillingunni upp að 250W í hæstu stillingu.

Rafhlaða og drægni – Stærð og ending rafhlöðu er atriði sem vert er að spá í þegar fest eru kaup á rafhjóli.  Stærð rafhlöðu er mæld í wattstundum (Wh).   Algengar stærðir eru á milli 400-750 Wh.  Yfirleitt er rafhlaðan líka þyngri eftir því sem hún er stærri.    Burtséð frá rafhlöðustærð eru önnur atriði sem hafa oftast meiri áhrif á drægni hjólsins, s.s. brekkur, vindur, óslétt vegyfirborð og þyngd hjóls og hjólreiðamanns.   Uppgefin drægni hjólsins miðar við bestu aðstæður að þessu leyti því er nauðsynlegt að íhuga við hvaða  aðstæður þú ætlar að nota hjólið.   Uppgefin drægni rafhjóla er oftast á bilinu, 80-150 km.

Gírar og demparar – Athugaðu að á rafhjólum þarf hjólreiðamaður að nota gíra hjólsins eins og á hefðbundnum hjólum.   Skipta þarf í léttari gír í brekkum og þegar átak eykst.  Góð notkun á gírum eykur líka drægni hjólsins og endingu rafhlöðu.  Flest rafhjól eru með framdempara til að minnka titring og óþægindi í lengri ferðum.   Fjallahjól geta auk þess verið með dempara að aftan sem auðveldar hjólreiðar utan vega á fjallaslóðum, kindagötum og í grýttu landslagi.  Vert er að skoða hvort gírbúnaður og demparar eru af viðurkenndri tegund.

Bremsur – Rafhjól eru oftast milli 25-35 kg að þyngd og fara oft hraðar en hefðbundin hjól.   Það er því mjög mikilvægt að hafa góðar bremsur og við mælum með að íhuga eingöngu kaup á hjólum með vökvadrifnum diskabremsum.   Eldri og ódýrari rafhjól hafa sést í verslunum með gjarðabremsum sem við mælum ekki með.

Hjálmar og hlífar – Þar sem rafhjól fara oft hraðar en þegar hjólað er á hefðbundnu hjóli er algerlega nauðsynlegt að hafa góðan hjálm.  Ef rafdrifin fjallahjól eru notuð utan vega mælum við eindregið með að nota bakbrynju og hné- / olnbogahlífar.   Ef hraði er mikill í grýttu eða ósléttu landslagi þá er hjálmur með andlitskjálka nauðsynlegur.   Athugið að mikill munur er á hjálmum sem ætlaðir eru til fjallahjólreiða og götuhjólahjálmum.   Fjallahjólahjálmar eru með mun meiri vörn á hnakka og í hliðum.   Hjálma ætti að endurnýja á 3-5 ára fresti og strax ef um slys eða óhapp er að ræða eða ef skemmdir eru sjáanlegar.

Viðhald og umhirða – Nauðsynlegt er að halda hjólinu hreinu, passa upp á loft í dekkjum og að smyrja það reglulega.  Komdu í heimsókn og við sýnum þér hvernig þetta er gert.  Síðan ættir þú að fara með hjólið í skoðun og yfirferð á verkstæði á a.m.k. 6 mánaða fresti ef hjólið er notað allt árið en að lágmarki á 12 mánaða fresti annars.   Fjallahjól sem notuð eru mikið utan vega og í drullu, bleytu og ryki þurfa meira viðhald.

Þú getur séð hjólin í vefversluninni okkar  og við erum með hjólin samsett í versluninni og hvetjum þig til að koma við og fá að prófa.  Við bjóðum sveigjanleg greiðslukjör í gegnum samstarfsaðila okkar.  Einnig bjóða margir vinnustaðir samgöngustyrki fyrir umhverfisvæna ferðamáta sem nota má til að fjárfesta í rafhjóli.

Hafðu samband við okkur til að panta eða ef þú hefur spurningar eða vilt vita meira.  Þú ert velkomin/n til okkar í verslunina ef þú ert með spurningar eða ef við getum aðstoðað þig við að komast af stað í þessu frábæra sporti.

Allt sem þú þarft að vita um rafhjól2023-04-14T13:23:51+00:00
20 12, 2022

Peloton samstarfsaðili Yay

2022-12-20T19:10:58+00:00

Nú getur þú keypt gjafabréf hjá Peloton í gegnum Yay appið og verslað fyrir Yay gjafabréf eða inneign hjá Peloton.

Þú finnur Peloton gjafabréf á vefsíðu Yay hérna https://bit.ly/peloton-yay eða í Yay appinu sem er aðgengilegt á Apple App Store og Google Play Store.

Með gjafabréfinu getur þú sent þeim sem þér þykir vænst um fallega kveðju og bréfið berst svo rafrænt til viðtakanda.

Peloton samstarfsaðili Yay2022-12-20T19:10:58+00:00
13 05, 2022

Samstarfssamningur við Ingvar Ómarsson

2022-05-13T16:03:22+00:00

Það er okkur hjá Peloton mikil ánægja að tilkynna um samstarfssamning við Ingvar Ómarsson þar sem Ingvar mun nota búnað frá CeramicSpeed við æfingar og keppni.

Ingvar þarf náttúrulega ekki að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með keppnishjólreiðum á Íslandi undanfarin ár.   Hann hefur keppt í öllum tegundum hjólreiða hér á landi og landað alls 27 íslandsmeistaratitlum.  Ingvar er núverandi Íslandsmeistari í götuhjólreiðum (hópstarti), ólympískum fjallahjólreiðum (XCO), maraþonfjallahjólreiðum (XCM) og Cyclocross.   Ingvar hefur auk þess  verið kosinn hjólreiðamaður ársins 8 ár í röð.   Ingvar hefur undanfarin ár keppt erlendis á mótaröðum UCI í fjallahjólreiðum og á besta árangur Íslendings á þeim vettvangi.

Danska fyrirtækið CeramicSpeed hefur allt frá 1998 verið í fararbroddi á heimsvísu í hönnun og framleiðslu á keramiklegum fyrir keppnishjólreiðar og öðum búnaði tengdum þeim.   CeramicSpeed hafa í áraraðir boðið uppfærslur á gír- og drifbúnaði þar sem sýnt hefur verið fram á umtalsverða aukningu á aflnýtingu með lágmörkun viðnáms í drifrás hjólsins.   Þessu má ná með uppfærslu á sveifarlegum (Bottom Bracket), tannhjólarás í gírskiptum (Oversize Pulley Wheels) og keðju og smurefnum (UFO Drive Products).

Fræðast má um vörur CeramicSpeed á heimasíðu þeirra.  https://www.ceramicspeed.com/en/cycling

Við kappkostum að bjóða allar vörur CeramicSpeed og veitum ráðgjöf um hvernig þú nærð hámarksárangri.   Hafðu samband.

Samstarfssamningur við Ingvar Ómarsson2022-05-13T16:03:22+00:00
31 03, 2022

Samsstarfssamningur við Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur

2022-05-13T10:08:10+00:00

Það er okkur hja Peloton mikið ánægjuefni að kynna samstarf við Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur.

Hólmfríður landaði nýverið þreföldum Íslandsmeistaratitli í alpagreinum.   Hólmfríður er nýlega komin heim frá Ólympíuleikunum í Beijing þar sem hún keppti í svigi, stórsvigi og risasvigi.

Hún mun æfa og keppa með POC búnað frá okkur næsta vetur.  Við óskum henni til hamingju með Íslandsmeistaratitlana og hlökkum til að fylgjast með henni í næstu verkefnum.

Samsstarfssamningur við Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur2022-05-13T10:08:10+00:00
6 09, 2021

Yeti fjallahjól

2022-05-05T14:02:42+00:00

Við höfum séð það í sumar að það eru sífellt fleiri að átta sig á því að við hér á Íslandi höfum aðgang að einum bestu fjallahjólasvæðum/leiðum sem finnast á heimsvísu. Það er ekki tilviljun að Ísland er á nánast öllum óskalistum erlendra fjallahjólatímarita og áhrifavalda yfir svæði sem mælt er með. Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast og panta fulldempað fjallahjól til að njóta þessarar veislu sem landið okkar býður okkur.

Eftirspurn hefur verið gríðarleg eftir hjólum undanfarin misseri og algengt að hjól séu hreinlega alveg uppseld hjá framleiðendum marga mánuði fram í tímann. Við höfum nú náð að tryggja okkur aukið magn af hjólum af árgerð 2022 frá Yeti til pöntunar fyrir sumarið 2022. Um takmarkað magn að ræða í einstökum tegundum og við eigum von á að vinsælustu hjólin seljist fljótt upp.

Peloton hefur boðið fjallahjól frá Yeti hér. landi frá 2018. Viðtökurnar hafa vægast sagt verið frábærar og hjólin algerlega á heimavelli í íslenskri náttúru. Yeti býður fjallahjól fyrir allar aðstæður og alla flokka fjallahjólreiða.

Tegund Fjöðrun (aftur/fram) Dekkjastærð Heimavöllur
ARC 130mm að framan (hardtail) 29″ Cross-Country
Trail
SB115 115mm/130mm 29″ Cross-Country
Trail
SB130 130mm/150mm 29″ Trail
All-Mountain
SB150 150mm/170mm 29″ All-Mountain
Enduro
SB140 140mm/150mm 27,5″ All-Mountain
Enduro
SB165 165mm/180mm 27,5″ Enduro
Downhill

Yeti kynnir 2022 hjólin formlega þann 13 september og þá má skoða úrvalið á https://www.yeticycles.com og við birtum þá jafnframt verðlista á heimasíðunni okkar https://www.peloton.is/hjolin-okkar/

Hafðu samband til að kanna málið og panta draumahjólið. VIð svörum um hæl á facebook eða tölvupósti peloton@peloton.is en helst viljum við náttúrulega sjá þig í versluninni Klettagörðum 23 þar sem við getum farið yfir valkosti út frá þínum þörfum og óskum.

Yeti fjallahjól2022-05-05T14:02:42+00:00
18 02, 2021

Wilier Triestina hjá Peloton

2022-05-05T14:03:59+00:00

Það er okkur ánægja að bjóða hjól frá ítalska framleiðandanum Wilier Triestina í Peloton.

Wilier Triestina var stofnað 1906 í Bassano del Grappa á Ítalíu og er því einn elsti framleiðanda reiðhjóla í heiminum.   Í dag eru höfuðstöðvar Wilier í Rossano í Veneto héraði Ítalíu.    Wilier hefur vaxið hratt undanfarin og óhætt að segja að hjólin þeirra vekja athygli hvar sem þau sjást.     Hönnuðir Wilier Triestina kunna óneitanlega á samspil forms og lita þannig að útkoman verður stórkostleg.  Listaverk er kanski ekki fjarri lagi.

Eftirspurn er mikil eftir hjólum frá Wilier reikna má með nokkurra vikna afgreiðslufresti að lágmarki.   Við hvetjum þig til að hafa samband eða kíkja til okkar ef þú vilt vita meira eða panta draumahjólið.

Skoðaðu úrvalið á https://www.wilier.com  og þú finnur verðlista á heimasíðunni okkar https://www.peloton.is/hjolin-okkar/ 

Wilier Triestina hjá Peloton2022-05-05T14:03:59+00:00
28 08, 2020

Norröna útivistarvörur

2022-05-05T14:12:18+00:00

Peloton býður útivistarvörur frá hinum þekkta norska framleiðanda Norröna.    Norröna var stofnað 1929 og hefur verið rekið af sömu fjölskyldu allar götur síðan.    Áherslan hefur verið á að bjóða fyrsta flokks fatnað og annan útivistarbúnað sem dugar við allar aðstæður og sérstaklega í þeirri veðráttu sem við hér á norðurslóðum búum við.

Nörröna framleðir vörulínur fyrir margs konar útivist, fjallahjól, skíða- og brettaiðkun, klifur og fjallamennska, gönguferðir og skotveiði svo nokkur dæmi séu nefnd.   Við hjá Peloton byrjum á að bjóða fjallahjólafatnað og munum bæta við skíða og brettafatnaði þegar nær dregur vetri.

Skoðaðu úrvalið á í vefversluninni okkar og á https://www.norrona.com/.

Norröna útivistarvörur2022-05-05T14:12:18+00:00
25 03, 2020

POC vörur hjá Peloton

2022-05-05T14:05:34+00:00

POC  sem stofnað var 2005, lagði í upphafi áherslu á hönnun og markaðssetningu á skíðavörum fyrir keppnisfólk með áherslu á öryggisbúnað s.s. hjálma og hlífar.

POC hefur frá upphafi lagt mikið upp úr rannsóknum á íþrótta- og stoðkerfismeiðslum með það fyrir augum að bjóða fyrsta flokks vörur til að tryggja hámarksöryggi iðkenda.   POC hefur m.a. sett á stofn POC Labs þar sem rannsóknir og prófanir á búnaði eru framkvæmdar í samstarfi við lækna og aðra sérfræðinga.

Frá 2014 hefur POC jafnframt boðið öryggis og hlífðarbúnað fyrir hjólreiðar þar sem notast er við sömu viðmið við vöruhönnun þannig að hámarksöryggi sé tryggt.    Í dag býður fyrirtækið fjölbreytta vörulínu sem inniheldur hjálma og annan hlífðarbúnað, gleraugu og fatnað fyrir hjólreiðar, skíða og brettaíþróttir.

Peloton býður allar vörur frá POC hér á landi.   Við reynum alltaf að vera með gott úrval á lager af algengustu vörutegundum og bjóða þess utan upp á afgreiðslu sérpantana á örfáum dögum.     Vöruúrval POC og verð má sjá í vefversluninni okkar .

Ef þú ert með spurningar, vilt sérpanta ákveðna vöru eða vilt vita meira, hafðu samband á facebook eða peloton@peloton.is

Við bjóðum þig svo að sjáfsögðu velkomin í verslunina okkar að Klettagörðum 23 þar sem við erum með heitt á könnunni.

POC vörur hjá Peloton2022-05-05T14:05:34+00:00
11 03, 2020

Bioracer liðsbúningar

2022-05-05T14:06:45+00:00

Peloton býður íþróttafélögum og öðrum hjólahópum sérhannaða liðsbúninga þar sem hægt er að velja mynstur, liti, snið og lógó.    Hægt er að panta mismunandi flíkur fyrir hvern liðsmann.

Bioracer hefur útbúið liðsbúninga fyrir fjölda íslenskra liða og aðra hjólahópa undanfarin ár og auk þess eru mörg stærstu hjólafélög landsins að nota búninga frá þeim.   Búningar frá þeim hafa því sannað sig við íslenskar aðstæður.

Úrvalið er mikið og hægt að velja bæði mismunandi snið og efni.   Allar flíkur eru til bæði í karla og kvennasniðum og ekki þarf að panta ákveðinn lágmarksfjölda af flíkum.   Við getum meira að segja merkt einstakar flíkur með nafni liðsmanns.

Við höfum sett saman nokkra pakka fyrir hjólalið byggt á okkar reynslu.  Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða.

Bioracer Liðsbúningar

Hafði endilega samband fyrir stærri pantanir t.d. fyrir íþróttafélög eða aðra klúbba og við gerum tilboð. Við aðstoðum ykkur svo við að hanna útlit og sérsníða pakkann að ykkar óskum.   Vekjum athygli á að afgreiðslufrestur er alla jafna amk 8 vikur þannig að það er um að gera að panta tímanlega.   Hafið samband á facebook eða peloton@peloton.is

Bioracer liðsbúningar2022-05-05T14:06:45+00:00
Go to Top