Ævintýrahjólreiðar? Er það eitthvað nýtt?
Undanfarin misseri höfum við verið að sjá sífellt meira af bæði hjólum og búnaði fyrir það sem framleiðendur hafa kallað “gravel” eða “adventure biking.” Eins og nafnið gefur til kynna er hér verið að vísa til hjólreiða á malarvegum og ýmis konar undirlagi. Hér er oftast um að ræða hjól sem eiga ættir að rekja til götuhjóla, eru gjarnan með hrútastýri, en taka breiðari dekk. Klassísk ferðahjól – oft úr stáli og mörg fjallahjól henta að sjálfsögðu líka í svona hjólerí.
Ísland er að sjálfsögðu frábært til að stunda þessa tegund hjólreiða, okkur skortir ekki malarvegi í fallegu landslagi. Við höfum náttúrulega séð ferðamenn á hjólum hér í gegnum árin en minna hefur verið um að við sem eigum heima hér nýtum okkur þessar frábæru aðstæður. Með auknum vinsældum ævintýrahjólreiða verður kanski breyting á því. Hér er nóg af skemmtilegum áskorunum, Kjalvegur, Sprengisandur, ótal skemmtilegar leiðir á Vestfjörðum t.d. á Ströndum og í raun hvar sem er á landinu.
Eitt af því sem menn komast fljótlega að þegar farið er að hugsa um svona ferðir er að finna lausn á því að koma fyrir farangri. Ekki er alltaf hægt að festa bögglabera á nýrri carbon hjól og æskilegt er að finna lausnir sem ekki þyngja hjólið um of og taka ekki á sig of mikinn vind.
Við ákvaðum að fara á stúfana og finna hvað er best í þessu. Ekki þarf að leita lengi til að sjá að breski framleiðandinn Apidura (http://www.apidura.com) er með búnaðinn sem allir eru að nota. Við bjóðum núna töskur frá þeim í versluninni okkar að Klettagörðum. Hvetjum þig til að kíkja til okkar í kaffi og skoða hvað er í boði. Tilvalið að setja sér skemmtilega áskorun fyrir næsta sumar – nú eða bara í vetur 🙂
Hér eru skemmtilegar frásagnir af svona ferðum
https://www.apidura.com/journal/day-night-a-film-about-the-2018-transatlantic-way/
https://xpdtn3.club/trip/westfj%C3%B6rds-of-iceland
https://magazine.bikesoup.com/bikepacking-iceland-weekend
Skoðaðu úrvalið: í vefversluninni okkar.