Lýsing

Norröna trollveggen thermo100 rescue Hood M’s Hawaiian surf

Þessi einangraði jakki (788 gr M/L) er þróaður í samvinnu við NARG (The Norwegian Alpine Rescue Group) en ending og eiginleikar eru hannaðir til að nýtast björgunarsveitum og þeim aðilum sem vinna á fjöllum. Það er hægt að óska eftir því að fá þessa flík í litum björgunarsveita af pantað er í nægjanlegu magni. Ysta efnið í þessari flík er unnin úr vindþéttu næloni , en ysta lagið er létt, slitsterkt og með frábæra vindvörn. Í jakkanum er thermo einangrun (fiber) því hún heldur einangrunargildi sínu þrátt fyrir að vera blaut og þótt hún þjappist og er með hátt einangrunagildi miðað við þyngd. Ysta lagið er úr endurunnu næloni 30D (49 g/m2). Jakkinn er einangraður með fjórum mismunandi tegunudum af thermo einangrun, í ytra byrði erma (40 g/m2), að framanverðu (60 g/m2), í hettu, baki og innra byrði erma (80 g/m2) og neðri bol (100 g/m2). Helstu eiginleikar: Hetta með mörgum stillingum þar sem gert er ráð fyrir notkun hjálms og heyrnatóla, tveir stórir brjóstvasar þar sem gert er ráð fyrir talstöð og tengingu úr talstöð í heyrnatól í hettu. Tveir vasar fyrir ofan mitti, tveir vasar að innanverðu, annar þeirra með rennilás. Gert ráð fyrir að hægt sé að merkja að utanveðru með nafni og merki björgunarsveitar. Norröna hefur unnið í samstarfi við NARG síðan þeir hófu að prófa og nota Trollveggen Gore-Tex PRO jakkann og buxur árið 2010.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.