Lýsing
Norröna senja Gore-Tex Active Jacket M’s Arednalin/Blue Fog
Þessi létti hlaupajakki er hannaður fyrir utanvegahlaup og frábær í hverskyns hreyfingu þar sem púlsinn er hár og þörn á góðri loftun. Vatnsvörnin í jakkanum er GORE-TEX® Active efnið sem er endingargott með mikla vatnsvörn (28 000 mm vatnsheldur) og hámarks öndun (RET minna en 4). Efnið í jakkanum er 100% endurunnið 20d nylon GORE-TEX ACTIVE sem vegur 88g/m2. Jakkinn andar einstaklega vel og þornar fljótt enda framleiddur úr léttasta 3ja laga Gore-Tex efninu sem jafnframt hefur bestu öndunina. Helstu eiginleikar eru: Hlífðarhetta sem hægt er að rúlla upp, rennilás á ermi til að sjá á úrið, loftræstiop að aftan, vasi neðst á baki en inn í honum er belti. Ef vasanum er snúið við má geyma jakkan inn í vasanum og hægt er að nota beltið til að geyma jakkann um mittið þegar hanne er ekki í notkun. Jakkinn er aðsniðinn.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Norröna.