Það er okkur ánægja að bjóða hjól frá ítalska framleiðandanum Wilier Triestina í Peloton.
Wilier Triestina var stofnað 1906 í Bassano del Grappa á Ítalíu og er því einn elsti framleiðanda reiðhjóla í heiminum. Í dag eru höfuðstöðvar Wilier í Rossano í Veneto héraði Ítalíu. Wilier hefur vaxið hratt undanfarin og óhætt að segja að hjólin þeirra vekja athygli hvar sem þau sjást. Hönnuðir Wilier Triestina kunna óneitanlega á samspil forms og lita þannig að útkoman verður stórkostleg. Listaverk er kanski ekki fjarri lagi.
Eftirspurn er mikil eftir hjólum frá Wilier reikna má með nokkurra vikna afgreiðslufresti að lágmarki. Við hvetjum þig til að hafa samband eða kíkja til okkar ef þú vilt vita meira eða panta draumahjólið.
Skoðaðu úrvalið á https://www.wilier.com og þú finnur verðlista á heimasíðunni okkar https://www.peloton.is/hjolin-okkar/